Útboð á almennum skuldabréfum í íslenskum krónum
Vísað er til tilkynningar Arion banka sem var birt 31. maí 2024 um útboð á almennum skuldabréfum í íslenskum krónum.
Arion banki heldur lokað útboð á almennum skuldabréfaflokki ARION 28 1215 miðvikudaginn 12. júní 2024.
ARION 28 1215 er verðtryggður flokkur almennra skuldabréfa (e. senior preferred) sem ber fasta 4,35% verðtryggða vexti með vaxtagreiðslum tvisvar á ári og var upphaflega gefinn út í desember 2023. Lokagjalddagi er 15. desember 2028.
Skuldabréfin verða seld á hreina verðinu 99,9099 sem samsvarar ávöxtunarkröfunni 4,42%. Arion banki áskilur sér rétt til þess að samþykkja öll tilboð, hafna öllum tilboðum eða taka tilboðum að hluta.
Áætlaður uppgjörsdagur er 18. júní 2024.
Útgáfan verður gefin út undir 3,0 milljarða evra Euro Medium Term Notes (EMTN) útgáfuramma bankans. Grunnlýsingu EMTN rammans má nálgast hér.
Markaðsviðskipti Arion banka hafa umsjón með útboðinu. Tilboðum skal skilað á netfangið [email protected] fyrir kl. 16:00 þann 12. júní 2024.