Skráningu á aðalfund Arion banka lýkur þriðjudaginn 12. mars klukkan 16:00
Aðalfundur Arion banka hf. verður haldinn í höfuðstöðvum bankans að Borgartúni 19, 105 Reykjavík, þann 13. mars 2024, kl. 16:00. Einnig verður gefinn kostur á rafrænni þátttöku. Atkvæðagreiðsla á fundinum fer eingöngu fram með rafrænum hætti. Fundurinn fer fram á íslensku en boðið verður upp á túlkaþjónustu á ensku.
Til þess að hægt sé að tryggja tímanlega úrvinnslu á beiðnum hluthafa um aðgangsupplýsingar skulu þeir óska eftir aðgangi á vefsíðunni https://www.lumiconnect.com/meeting/arionbankagm2024 eigi síðar sólarhring fyrir fundinn, eða kl. 16:00 þann 12. mars 2024. Sama gildir ef hluthafar vilja leggja fram skriflegar spurningar varðandi dagskrá eða framlögð skjöl sem þeir óska svara við á fundinum. Þær skulu sendar á netfangið [email protected] en einnig er hægt að senda póst á sama netfang fyrir almennar fyrirspurnir í tengslum við aðalfundinn.
Endanlegar tillögur, dagskrá, tillögur tilnefningarnefndar og önnur skjöl eru aðgengileg á www.arionbanki.is/gm.
Frá og með lokun markaða 5. mars 2024 til og með 15. mars 2024 verður óheimilt að yfirfæra SDR-heimildarskírteini í eða úr hlutum í Arion banka milli markaða.