S&P Global Ratings hækkar lánshæfismat Arion banki í BBB+ með stöðugum horfum
S&P Global Ratings telur að sú efnahagslega áhætta sem íslenskir bankar standa frammi fyrir fari dvínandi með auknum stöðugleika á húsnæðismarkaði og umtalsvert minni skuldsetningu heimila og fyrirtækja.
Þannig horfir S&P með jákvæðari hætti en áður til þeirrar efnahagslegu áhættu sem íslenskir bankar standa frammi fyrir og hefur lánshæfismatsfyrirtækið endurmetið grunnviðmið íslenskra banka og hækkað það í bbb úr bbb-.
Það er jafnframt niðurstaða S&P að hækka langtíma lánshæfismat Arion banka úr BBB í BBB+ og eru horfur stöðugar. Einnig staðfestir S&P A-2 skammtíma lánshæfismat bankans.