Marel: JBT birtir nánari upplýsingar um niðurstöður yfirtökutilboðsins
Valfrjálst yfirtökutilboð John Bean Technologies Corporation („JBT”) í öll útgefin og útistandandi hlutabréf í Marel hf. rann út kl. 12:00 á hádegi í dag, 20. desember 2024. Öll skilyrði tilboðsins hafa nú verið uppfyllt, þar með talið samþykki hluthafa Marel sem eiga yfir 90% af útgefnum og útistandandi hlutum í félaginu.
JBT hefur birt nánari upplýsingar um niðurstöður yfirtökutilboðsins með tilkynningu til bandaríska verðbréfaeftirlitsins (US Securities and Exchange Commission).
Hægt er að nálgast 8-K eyðublaðið ásamt frekari upplýsingum á fjárfestavef JBT.
Spurningar hluthafa um tilboðsferlið
Þeir hluthafar sem eiga hlutabréf í félaginu skráð hjá Nasdaq Iceland hf. geta haft samband við Arion banka hf. með spurningar í tengslum við samþykktarferli og/eða uppgjör tilboðsins á netfangið [email protected].
Þeir hluthafar sem eiga hlutabréf í félaginu skráð á Euronext Amsterdam skulu hafa samband við sinn vörsluaðila til þess að nálgast upplýsingar um samþykktarferli og/eða uppgjör tilboðsins. Vörsluaðilar og hluthafar geta haft samband við ABN AMRO Bank N.V. með spurningar á netfangið [email protected].
Fjárfestatengsl
Nánari upplýsingar veita fjárfestatengsl Marel í gegnum netfangið [email protected] og í síma 563 8001.
Um Marel
Marel (NASDAQ: MAREL; AEX: MAREL) er í fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu tækja, hugbúnaðar og þjónustu fyrir matvælavinnslu. Marel var stofnað árið 1983 og hjá félaginu starfa um 7.100 starfsmenn í yfir 30 löndum (þar af um 700 starfsmenn á Íslandi) og þjónusta viðskiptavini í yfir 140 löndum. Lykilmarkaðir félagsins eru í vinnslu alifugla, kjöts, fisks, gæludýrafóðurs, plöntupróteina og fóðurs fyrir fiskeldi. Félagið er skráð í Kauphöll Íslands og Euronext Amsterdam og skilaði 1,7 milljarði evra í tekjur árið 2023 (257 milljarðar króna), en 46% af heildartekjum koma frá þjónustu og varahlutum. Árlega fjárfestir Marel 5-6% af tekjum í nýsköpun og vöruþróun, eða um 15 milljörðum króna árið 2023, með áherslu á sjálfvirkni, róbótatækni og stafrænar lausnir sem tryggja örugg matvæli sem unnin eru á hagkvæman og sjálfbæran hátt. Frekari upplýsingar má finna á marel.com/ir.