Arion banki tilkynnir um endurkaupatilboð á skuldabréfaútgáfu í evrum
Arion banki hf. tilkynnir í dag um endurkaupatilboð til eigenda 300 milljóna evra grænnar skuldabréfaútgáfu sem ber 4,875% vexti og er á gjalddaga 21. desember 2024 (ISIN: XS2498976047) gegn greiðslu (hér eftir endurkaupatilboðið).
Arion banki hefur tekið saman endurkaupalýsingu (e. Tender Offer Memorandum) hjá umsýsluaðila endurkaupanna, dagsett 13. maí 2024.
Nánari upplýsingar um endurkaupin er að finna í tilkynningu sem birt er opinberlega í kauphöllinni í Lúxemborg (https://www.bourse.lu/notices) þar sem skuldabréfið er skráð. Að uppfylltum tilteknum skilyrðum má nálgast skilmála endurkaupatilboðs hjá umsýsluaðila endurkaupanna, KROLL Issuer Services Limited (netfang: [email protected], sími: +44 20 7704 0880, vefsíða: https://deals.is.kroll.com/arionbank/)
Umsjónaraðilar (e. Dealer Managers) með endurkaupunum eru ABN AMRO, Barclays, J.P. Morgan og Morgan Stanley.