Arion banki tilkynnir um endurkaupatilboð á skuldabréfaútgáfu í evrum
Börskollen - Aktier, fonder och ekonominyheter

Börskollen

För dig med koll på börsen

Pressmeddelande

Arion banki tilkynnir um endurkaupatilboð á skuldabréfaútgáfu í evrum

Arion banki hf. tilkynnir í dag um endurkaupatilboð til eigenda 300 milljóna evra grænnar skuldabréfaútgáfu sem ber 4,875% vexti og er á gjalddaga 21. desember 2024 (ISIN: XS2498976047) gegn greiðslu (hér eftir endurkaupatilboðið).

Arion banki hefur tekið saman endurkaupalýsingu (e. Tender Offer Memorandum) hjá umsýsluaðila endurkaupanna, dagsett 13. maí 2024. 

Nánari upplýsingar um endurkaupin er að finna í tilkynningu sem birt er opinberlega í kauphöllinni í Lúxemborg (https://www.bourse.lu/notices) þar sem skuldabréfið er skráð.  Að uppfylltum tilteknum skilyrðum má nálgast skilmála endurkaupatilboðs hjá umsýsluaðila endurkaupanna, KROLL Issuer Services Limited (netfang: [email protected], sími: +44 20 7704 0880, vefsíða: https://deals.is.kroll.com/arionbank/)

Umsjónaraðilar (e. Dealer Managers) með endurkaupunum eru ABN AMRO, Barclays, J.P. Morgan og Morgan Stanley.

Bifogade filer

Nyheter om Arion Banki

Läses av andra just nu

Om aktien Arion Banki

Senaste nytt