Arion banki: Tilkynning til eigenda sértryggðra skuldabréfa í evrum ISIN XS2391348740 og afturköllun lánshæfismats sértryggðra skuldabréfa frá S&P Global
Tilkynning Arion banka hf. („útgefandinn“) til eigenda € 300.000.000 sería 2021-1 hluti 1 0.050 prósent fast vaxta sértryggðra skuldabréfa á gjalddaga 5. október 2026, sem voru sameinuð við €200.000.000 sería 2021-1 hluti 2 0.050 prósent fast vaxta sértryggð skuldabréf á gjalddaga 5. október 2026 (ISIN XS2391348740), sem eru útistandandi („sértryggðu skuldabréfin“ og eigendur þeirra „sértryggðu skuldabréfaeigendurnir“).
Þann 12. febrúar 2024 tilkynnti útgefandinn um fund sértryggðu skuldabréfaeigendanna („fundurinn“) í þeim tilgangi að leita samþykkis á i) breytingu endanlegra skilmála sértryggðu skuldabréfanna á grundvelli viðbótar umboðssamnings (e. supplemental agency agreement) og ii) samningi um skilmála (e. deed of covenant), undirrituðum af útgefanda þann 16. júlí 2021 í þágu sértryggðu skuldabréfaeigendanna, á grundvelli viðbótarsamnings um skilmála, til að ná fram eftirfarandi:
- Að sértryggðu skuldabréfin verði ekki lengur lánshæfismetin af S&P Global Ratings Europe Limited („S&P“); og
- þeir skilmálar sem tengjast lánshæfismati S&P á sértryggðu skuldabréfunum hætti að eiga við,
eins og útgefandinn hefur lagt til að verði samþykkt á grundvelli sérstakrar ályktunar (e. extraordinary resolution) sértryggðu skuldabréfaeigendanna, líkt og nánar greinir í minnisblaði um beiðni um samþykki (e. consent solicitation memorandum), dags. 12. febrúar 2024. Niðurstöður fundarins liggja nú fyrir og er vísað til viðhengdrar tilkynningar þar um og þeirra fyrirvara sem þar koma fram.
S&P Global afturkallaði í dag lánshæfismat sértryggðra skuldabréfa Arion banka að beiðni útgefanda eins og kemur einnig fram í viðhengi. Við afturköllun var lánshæfismatið A+ með stöðugum horfum. Áréttað er að sértryggðu skuldabréfin munu áfram vera með lánshæfismat frá Moody’s.