Arion banki: Tilkynning til eigenda sértryggðra skuldabréfa í evrum ISIN XS2391348740
Tilkynning Arion banka hf. („útgefandinn“) til eigenda € 300.000.000 sería 2021-1 hluti 1 0.050 prósent fast vaxta sértryggðra skuldabréfa á gjalddaga 5. október 2026, sem voru sameinuð við €200.000.000 sería 2021-1 hluti 2 0.050 prósent fast vaxta sértryggð skuldabréf á gjalddaga 5. október 2026 (ISIN XS2391348740), sem eru útistandandi („sértryggðu skuldabréfin“ og eigendur þeirra „sértryggðu skuldabréfaeigendurnir“).
Þann 12. febrúar 2024 tilkynnti útgefandinn um fund sértryggðu skuldabréfaeigendanna í þeim tilgangi að leita samþykkis á tilteknum breytingum á endanlegum skilmálum sértryggðu skuldabréfanna, eins og nánar er lýst í minnisblaði um breytingarnar (e. Consent Solicitation Memorandum), dags. 12. febrúar 2024.
Bráðabirgðaniðurstöður úr ferlinu við að leita samþykkis sértryggðu skuldabréfaeigendanna liggja nú fyrir og er vísað til viðhengdrar tilkynningar þar um og þeirra fyrirvara sem þar koma fram.