Arion banki: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun
Börskollen - Aktier, fonder och ekonominyheter

Börskollen

För dig med koll på börsen

Pressmeddelande

Arion banki: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun

Vísað er til tilkynningar Arion banka sem birt var 9. janúar 2025 um framkvæmd endurkaupaáætlunar. Í 9. viku 2025 keypti Arion banki sænsk heimildarskírteini (SDR) á Nasdaq í Stokkhólmi. Tekið er fram að endurkaup eigin hluta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. samkvæmt áætluninni lauk í 7. viku. Sjá frekari upplýsingar hér að neðan.

Endurkaup á heimildarskírteinum á Nasdaq í Stokkhólmi voru eftirfarandi:

DagsetningTímiKeypt SDRViðskiptaverðKaupverð (SEK)SDR í eigu Arion eftir viðskipti
24.2.202510:21:33313,25403.358.745
24.2.202510:30:0684913,2511.2493.359.594
24.2.202510:39:2110013,251.3253.359.694
24.2.202511:05:363713,254903.359.731
24.2.202512:37:134.00013,2553.0003.363.731
24.2.202514:06:0610713,251.4183.363.838
24.2.202515:31:434.90413,3565.4683.368.742
25.2.202510:57:0410.00013,25132.5003.378.742
26.2.202511:24:122.69613,0535.1833.381.438
26.2.202511:56:26513,05653.381.443
26.2.202512:18:04313,05393.381.446
26.2.202512:52:147.29613,0595.2133.388.742
27.2.202510:51:3110.00013,40134.0003.398.742
28.2.202513:32:361.27613,1016.7163.400.018
28.2.202515:43:158.72413,10114.2843.408.742


50.000
660.9903.408.742

Arion banki átti fyrir viðskiptin í viku 9 samtals 118.030.344 eigin hluti og heimildarskírteini og á bankinn í lok viku 9 samtals 118.080.344 eigin hluti og heimildarskírteini. Samtals á bankinn nú sem nemur 7,802% af útgefnum hlutum í félaginu. Frá því að endurkaupaáætlun hófst hefur bankinn keypt samtals 17.109.517 hluti og 306.733 heimildarskírteini.

Heimilt er að kaupa allt að 387.096 SDR í Svíþjóð, sem samsvarar 0,026% af útgefnum hlutum og allt að 18.967.704 hluti á Íslandi, eða sem svara til 1,253% af útgefnum hlutum bankans (samtals um 1,279% af útgefnum hlutum). Fjárhæð endurkaupanna skal ekki nema hærri fjárhæð en sem svarar til 60.000.000 kr. í Svíþjóð og 2.940.000.000 kr. á Íslandi (samtals 3,0 milljarðar króna). Framkvæmd endurkaupaáætlunar lýkur þegar framangreindu er náð eða í síðasta lagi 12. mars 2025. Arion banki hf hefur heimild til að stöðva framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar hvenær sem er á tímabilinu.
 
Endurkaupaáætlunin er framkvæmd í samræmi við lög og reglur á Íslandi og í Svíþjóð, eins og við á, þar með talin Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik („MAR“) og ákvæði framseldar reglugerðar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins nr. 2016/1052, sem og íslensk lög um hlutafélög nr. 2/1995, lög nr. 60/2021 um aðgerðir gegn markaðssvikum auk reglna nr. 1275/2024 um sama efni. Viðskipti með eigin hluti í samræmi við endurkaupaáætlunina verða birt opinberlega í samræmi við gildandi lög og reglur í Svíþjóð og á Íslandi, eins og við á.

Bifogade filer

Nyheter om Arion Banki

Läses av andra just nu

Om aktien Arion Banki

Senaste nytt