Arion banki: Niðurstaða skiptiútboðs sértryggðra skuldabréfa
Niðurstaða skiptiútboðs leiðir til þess að Arion banki kaupir 4.360 m.kr. að nafnvirði í flokknum ARION CBI 25
Í tengslum við útboð Arion banka í gær á sértryggðu skuldabréfaflokkunum ARION CB 27 og ARION CBI 30 bauðst eigendum flokksins ARION CBI 25 að selja bréf sín á fyrirframákveðna hreina verðinu 99,3942 gegn kaupum í útboðinu. Niðurstaða skiptiútboðs leiðir til þess að Arion banki kaupir 4.360 m.kr. að nafnvirði í flokknum ARION CBI 25.
Uppgjör endurkaupanna fer fram þann 21. ágúst 2024. Markaðsviðskipti Arion banka hafa umsjón með útboðinu.