Arion banki hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun. Endurkaupum er nú lokið.
Vísað er til tilkynningar Arion banka sem birt var 9. janúar 2025 um framkvæmd endurkaupaáætlunar. Í 10. viku 2025 keypti Arion banki sænsk heimildarskírteini (SDR) á Nasdaq í Stokkhólmi. Tekið er fram að endurkaup eigin hluta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. samkvæmt áætluninni lauk í 7. viku. Endurkaupum er nú lokið á báðum mörkuðum. Sjá frekari upplýsingar hér að neðan.
Endurkaup á heimildarskírteinum á Nasdaq í Stokkhólmi voru eftirfarandi:
Dagsetning | Tími | Keypt SDR | Viðskiptaverð | Kaupverð (SEK) | SDR í eigu Arion eftir viðskipti |
3.3.2025 | 13:51:01 | 1.296 | 12,90 | 16.718 | 3.410.038 |
3.3.2025 | 14:07:14 | 740 | 12,90 | 9.546 | 3.410.778 |
3.3.2025 | 14:18:17 | 500 | 12,90 | 6.450 | 3.411.278 |
3.3.2025 | 14:43:54 | 28 | 12,90 | 361 | 3.411.306 |
3.3.2025 | 15:06:32 | 125 | 12,90 | 1.613 | 3.411.431 |
3.3.2025 | 15:06:32 | 830 | 12,90 | 10.707 | 3.412.261 |
3.3.2025 | 15:30:39 | 134 | 12,90 | 1.729 | 3.412.395 |
3.3.2025 | 15:32:12 | 200 | 12,90 | 2.580 | 3.412.595 |
3.3.2025 | 15:56:47 | 255 | 12,90 | 3.290 | 3.412.850 |
4.3.2025 | 11:21:26 | 10.000 | 12,90 | 129.000 | 3.422.850 |
5.3.2025 | 13:35:26 | 4.908 | 12,45 | 61.105 | 3.427.758 |
5.3.2025 | 13:36:08 | 5.000 | 12,45 | 62.250 | 3.432.758 |
5.3.2025 | 13:40:19 | 92 | 12,45 | 1.145 | 3.432.850 |
6.3.2025 | 12:47:58 | 74 | 12,25 | 907 | 3.432.924 |
6.3.2025 | 12:48:06 | 74 | 12,25 | 907 | 3.432.998 |
6.3.2025 | 13:01:58 | 2.729 | 12,25 | 33.430 | 3.435.727 |
6.3.2025 | 13:38:01 | 7.123 | 12,25 | 87.257 | 3.442.850 |
7.3.2025 | 10:34:46 | 1.159 | 12,15 | 14.082 | 3.444.009 |
35.267 | 443.075 | 3.444.009 |
Arion banki átti fyrir viðskiptin í viku 10 samtals 118.080.344 eigin hluti og heimildarskírteini og á bankinn í lok viku 10 samtals 118.115.611 eigin hluti og heimildarskírteini. Samtals á bankinn nú sem nemur 7,805% af útgefnum hlutum í félaginu. Frá því að endurkaupaáætlun hófst hefur bankinn keypt samtals 17.109.517 hluti og 342.000 heimildarskírteini.
Heimilt var að kaupa allt að 387.096 SDR í Svíþjóð, sem samsvarar 0,026% af útgefnum hlutum og allt að 18.967.704 hluti á Íslandi, eða sem svara til 1,253% af útgefnum hlutum bankans (samtals um 1,279% af útgefnum hlutum). Fjárhæð endurkaupanna skal ekki nema hærri fjárhæð en sem svarar til 60.000.000 kr. í Svíþjóð og 2.940.000.000 kr. á Íslandi (samtals 3,0 milljarðar króna).
Endurkaupaáætlunin var framkvæmd í samræmi við lög og reglur á Íslandi og í Svíþjóð, eins og við á, þar með talin Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik („MAR“) og ákvæði framseldar reglugerðar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins nr. 2016/1052, sem og íslensk lög um hlutafélög nr. 2/1995, lög nr. 60/2021 um aðgerðir gegn markaðssvikum auk reglna nr. 1275/2024 um sama efni. Viðskipti með eigin hluti í samræmi við endurkaupaáætlunina verða birt opinberlega í samræmi við gildandi lög og reglur í Svíþjóð og á Íslandi, eins og við á.