Arion banki hf.: Niðurstöður í endurkaupum á eigin bréfum með öfugu tilboðsfyrirkomulagi
Arion banki hf. (Arion banki) ákvað að taka tilboðum fyrir 25.994.038 hluti og sænsk heimildarskírteini (SDR) á genginu 137,0 krónur fyrir hvern hlut/SDR í endurkaupum sem tilkynnt var um miðvikudaginn 28. ágúst 2024. Uppgjörsdagur samþykktra tilboða er mánudagurinn 2. september 2024.
Endurkaupin eru í samræmi við viðeigandi lög, þ.á m. lög um hlutafélög nr. 2/1995 og reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik, sem hefur lagagildi hér á landi, sbr. lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021.
Arion banki á 86.721.821 eigin hluti/SDR, eða sem nemur 5,730% af útgefnu hlutafé að loknum kaupum á þeim bréfum sem um ræðir hér að ofan. Í framangreindri samtölu eru einnig kaup á 2.950.118 hlutum/SDR sem voru viðskipti dagana 26. ágúst 2024 til 28. ágúst 2024 sem keypt voru samkvæmt endurkaupaáætlun sem tilkynnt var um 25. júlí 2024.