A/F HEIM slhf
Börskollen - Aktier, fonder och ekonominyheter

Börskollen

För dig med koll på börsen

Pressmeddelande

A/F HEIM slhf.: Skýrsla staðfestingaraðila vegna skuldabréfaflokka

Skýrsla staðfestingaraðila vegna skuldabréfaflokkanna HEIM070826, HEIM100646 og HEIM071248

PricewaterhouseCoopers (Pwc) hefur skilað staðfestingum á skýrslu Íveru ehf. vegna skuldabréfaflokkanna HEIM070826, HEIM100646 og HEIM071248 útgefnum af A/F HEIM slhf.

PwC hefur farið yfir skýrslu varðandi fjárhagslegar og sérstakar kvaðir, verðmat sem liggur til grundvallar og aðrar upplýsingar miðað við dagsetninguna 31.12.2024. Vísað er til skýrslu útgefanda um fjárhagslegar- og sérstakar kvaðir, dags. 26. mars 2025.

  • PwC staðfestir að skuldabréfaflokkurinn HEIM100646 stenst öll skilyrði.
  • PwC staðfestir að skuldabréfaflokkurinn HEIM071248 stenst öll skilyrði, að undanskildu skilyrði um hámarks lánaþekju.1)
  • PwC staðfestir að skuldabréfaflokkurinn HEIM070826 stenst öll skilyrði, að undanskildu skilyrði um hámarks lánaþekju.1)

1) Hlutfall uppgreiðsluverðmætis útistandandi verðtryggðra krafna gagnvart verðmæti hinna veðsettu eigna samkvæmt viðauka dags 17. apríl 2024 við samning við staðfestingaraðila ekki vera umfram 65% en frá og með prófunardegi 30. júní 2025 ekki umfram 60%. Við yfirferð okkar kom í ljós brot á þessu fjárhagslega skilyrði. Þann 11. apríl 2025 voru 6 fasteignir (32 fastanúmer) veðsettar samkvæmt tryggingarbréfum og uppfyllir útgefandi því öll skilyrði að öllu öðru óbreyttu og er lánaþekja 64,8% eftir þessar breytingar.

Yfirferð staðfestingaraðila á fjárhagslegum- og sérstökum kvöðum samræmist mati útgefanda og skýrsla um fjárhagslegar og sérstakar kvaðir er staðfest miðað við dagsetninguna 31. desember 2024.

Niðurstöður kannana má sjá í meðfylgjandi viðhengjum.

Bifogade filer

Läses av andra just nu

Senaste nytt